Náttsól og Hórmónar áfram - dómnefnd bætti þremur hljómsveitum við!

Eftir enn eitt viðburðaríkt undankvöld kaus salur áfram eina hljómsveit og dómnefnd aðra. Dómnefnd valdi Náttsól áfram en salur Hórmóna! Ekki nóg með það, þá bættust þrjár hljómsveitir við úrslitakvöldið, nú þegar öll kurl voru til grafar komin. Hljómsveitirnar þrjár sem dómnefnd bætti við eru:
Körrent, Miss Anthea og Spünk!

Nú er listinn yfir þær ellefu hljómsveitir sem spila á úrslitakvöldinu næsta laugardagskvöld kominn á hreint!
Spünk
Miss Anthea
Körrent
Hórmónar
Náttsól
Amber
Wayward
Magnús Jóhann
Vertigo
Helgi Jónsson
RuGl

Óskum við þeim til hamingju og svo sjáumst við á laugardaginn!
Á meðfylgjandi mynd má sjá trommarann í Spünk tryllast á trommusettinu.
Ljósmynd tók Brynjar Gunnarsson.

Síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016 - Úrslitaböndin tilkynnt!

Í kvöld klukkan 19:30 í Norðurljósum Hörpu hefst síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016. Í lok kvöldsins verða tilkynntar tvær hljómsveitir til að spila á úrslitakvöldinu, auk þeirra hljómsveita sem dómnefnd velur til viðbótar. Hljómsveitirnar sem spila í kvöld eru:
Arcade Monster
Crimson
Deffice
Hanna Sólbjört
Hórmónar
JR
KYN
Kyrrð
Náttsól
Simultaneous Sounds
Vídalín
Yolo Swaggins And The Fellatio Of The Bling

1500 krónur inn og salurinn opnar 19:00!

Myndin er af hljómsveitinni JR sem kemur fram í kvöld, fer hún með sigur af hólmi?

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2018 RSS