Articles

Skráningu lokið og 35 atriði hafa verið valin til að keppa!

Dömur mínar, herrar og allt þar á milli!

Snjallir listamenn hafa sent in verk sín og er nú ljóst að það verða 35 atriði sem munu keppa til sigurs á Músíktilraunum 2019. Tónlistin er að öllu tagi og ættu því allir að finna sér eitthvað sér við hæfi.

Fyrir alvöru nörd er hægt að skoða þátttakendur á heimasíðunni undir hljómsveitir og hægt að hlusta á hljóðdæmi !

Skráning hefst í nótt!

Skráningin í ár er frá 1-11. mars, það er alveg að koma að þessu!

Það er allt á fullu í undirbúningi á keppninni en það er margt æsispennandi að gerast. Keppnin í ár verður betri en nokkurntíma áður því að hún veitir öllum þeim sem komast áfram í úrslit tækifæri til að sækja frábært námskeið að nafninu Hitakassinn og má lesa nánar um það hér á síðunni. Æðislegir dómarar eru búnir að melda sig, margir af bestu fagmönnum landsins búnir að segjast ætla veita verðlaun og frábærir bakhjarlar og styrktaraðilar búnir að sýna að þeir eru virkilega tilbúnir til að vökva grasrótina. Sem sagt þá er, allt á beinu brautinni en nú eftir árs meðgöngu vill þjóðin fá að sjá ný afkvæmi hins íslenska tónlistarlífs og bílskúrsbanda. Allir á aldrinum 13-25 ára sem hafa áhuga muna að skrá sig!

ÚRSLIT MÚSÍKTILRAUNA 2018Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2018 var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1. Sæti – Ateria
2. Sæti – Mókrókar
3. Sæti – Ljósfari

Hljómsveit fólksins (valin með símakosningu):
Karma Brigade

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku:
Agnar Dofri Stefánsson (Agnarsmár)

Trommuleikari Músíktilrauna:
Þórir Hólm Jónsson (Mókrókar)

Gítarleikari Músíktilrauna:
Þorkell Ragnar (Mókrókar)

Bassaleikari Músíktilrauna:
Snorri Örn Arnaldsson (Ljósfari og Jóhanna Elísa)

Hljómborðsleikari Músíktilrauna:
Jóhanna Elísa Skúladóttir (Jóhanna Elísa)

Söngvari Músíktilrauna:
Eydís Ýr Jóhannsdóttir (SIF)

Rafheili Músíktilrauna:
Darri Tryggvason (Darri Tryggvason)

Blúsaðasta bandið:
Mókrókar


Sjáumst á eftir kl. 17:00 í Hörpu ❤️

200 Mafía, Academic, Ateria, Grey Hil Mars, Hugarró, Karma Brigade, Ljósfari, Madre Mia, Mókrókar og Umbra spila á Úrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu klukkan 17:00.

10 sveitir á Úrslitakvöldi Músíktilrauna

200 Mafía, Academic, Ateria, Grey Hil Mars, Hugarró, Karma Brigade, Ljósfari, Madre Mia, Mókrókar og Umbra
spila á Úrslitakvöldi Músíktilrauna laugardaginn 24. mars klukkan 17:00

RÚV endursýnir þátt um Músíktilraunir á föstudag kl. 16:20

RÚV ætlar að hita upp fyrir úrslitakvöld Músíktilrauna sem verður haldið núna á laugardaginn með því að endursýna upptöku/þátt um Músíktílraunirnar í fyrra. Nú er bara að poppa (poppkorn) og setjast fyrir framan sjónvarpið á föstudaginn kl. 16:20.

http://www.ruv.is/thaettir/musiktilraunir-2017

TAKTU ÞÁTT!

HÖFUM HÁTT OG TÖKUM ÞÁTT!

skráning stendur yfir á
www.musiktilraunir.is/skraning

Nú líður senn að skráningu

Spennan magnast því tíminn líður óðfluga alveg eins og óð fluga og Músíktilraunirnar handan við hornið. Skráning hefst um helgina hérna á heimasíðunni okkar og stendur fram til 5.mars.

Sigurvegarar Músíktilrauna 2017

 

Vestfirsku fjalladísirnar í dúettinum Between Mountains báru sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017.

Samkeppnin var hörð enda óvenju sterkar og fjölbreyttar hljómsveitir þetta árið og hvorki meira en minna en tólf atriði sem komust áfram í úrslit.

 

Niðurstaða kvöldsins var á endanum þessi:

1. sæti  Between Mountains

2. sæti  Phlegm

3. sæti  Omotrack

 

•  Hljómsveit fólksins sem er valin með símakosningu er Misty.

 

•  Söngvari Músíktilrauna eru þær stöllur Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Between Mountains

 

•  Gítarleikari Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

 

•  Bassaleikari Músíktilrauna er Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm

 

•  Píanó/hljómborðsleikari Músíktilrauna er Dagur Bjarki Sigurðsson öðru nafni Adeptus

 

•  Trommuleikari Músíktilrauna er Ögmundur Kárason úr Phlegm

 

•  Rafheili Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

 

•  og piltarnir sem kalla sig Hillingar fengu viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.

 

 

TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL! og TAKK ALLIR SEM TÓKU ÞÁTT! 

heartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheart

 

Símakosning á Hljómsveit fólksins

Símanúmer fyrir símakosningu fyrir „Hljómsveit fólksins“ eru:

 

900-9801  Omotrack

900-9802  Hillingar

900-9803  Módest GRÚV

900-9804  Phlegm

900-9805  Hewkii

900-9806  Gróa

900-9807  Gabríel Ólafs

900-9808  Bjartr

900-9809  Misty

900-9810  VASI

900-9811  Between Mountains

900-9812  Korter í flog

 

Ath! Hvert símtal/sms kostar 129 kr.

Bein sjónvarpsútsending í hæsta gæðaflokki er að finna á RÚV 2 smiley

 

Úrslitakvöldið byrjar kl. 17:00 á laugardag

Jæja já

 

Þá er bara komið að endapunkti hátíðarinnar en laugardaginn 1. apríl verður úrslitakvöldið haldið í Hörpu og það er sko ekkert gabb. laugh

 

Hvorki meira en minna en tólf sveitir keppast um vinningssæti en sigursveitin frá því í fyrra, Hórmónar, byrjar kvöldið. Bein útvarpssending frá tilraununum verður á Rás 2 en einnig verður bein sjónvarpsútsending á vegum Ríkissjónvarpsins á RÚV 2 en þetta er í annað skiptið sem að sá háttur er hafður á. Fjöldinn allur af þekktu tónlistarfólki mun síðan veita verðlaunin í lok kvöldsins eftir niðurstöðu dómnefndar en einnig verður "Hljómsveit fólksins" valin með símakosningu á meðan kvöldinu stendur.

 

Músíktilraunirnar hefjast kl. 17:00 og eru haldnar í Norðurljósum. Aðgangseyrir er 2000 og ekkert aldurstakmark.

12 atriði í úrslitum á laugardaginn

Hvorki meira en minna en heil tylft hljómsveita/listamanna sem keppir á undanúrslitakvöldinu núna á laugardaginn.

 

Það eru þær Between Mountains, Bjartr, Gabríel Ólafs, Gróa, Hewkii, Hillingar, Korter í flog, Módest GRÚV, Misty, Omotrack, Phlegm og Vasi.

 

heartheartheart TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL heartheartheart

Sigurvegarar síðasta árs, Hórmónar, koma líka fram en tilraunirnar hefjast kl. 17:00.

Miðaverð er 2000 kr. en hægt er að tryggja sér miða í forsölu hér. wink

Playlisti fyrir úrslitakvöldið

Spilunarlisti með lögum þeirra sem taka þátt í úrslitunum næsta laugardag. heart

Tryggið ykkur miða hér! wink 

 

 

Pages

Subscribe to Articles